10.2.04

Og það rignir.
Bæði vatni og frumsýningum þessa dagana. Margt væri gífurlega gaman að sjá. Held t.d. að ég lifi ekki hamingjusömu lífi framvegis nema sjá Gaukshreiðrið á Selfossi. Mitt eigið leikfélag þvælist hins vegar náttúrulega fyrir leikferðum, eins og gengur.

Svo var ég að sjá sýningarplanið okkar, þrjár sýningar um afmælishelgina mína, góð afsökun til þess að sleppa við að gera nokkurn skapaðan hlut með það. Enda, þrítug smítug. Það eru hvortsemer allir alltaf að halda upp á svoleiðis. Er að huxa um að halda frekar stórveislur á prímtöluammælum, bara tilað vera öðruvísi. Prímtöluár eru líka miklu meira happa. Allavega búið að vera gífurlega happadrjúgt að vera 29! Og 28 sökkaði feitt. Já, ég held ég sé búin að finna munstur í þessu. Oddaár eru sumsé betri en slétt, prímtöluár best, og eftir því hljóta kvaðratrótarár að vera botninn. (Já, 16 og 25. Úgh.) En þá er maður sumsé nokkuð seif fram að 36.

Númerólógía rúlar!

Engin ummæli: