Jahjarna.
Og vítamínin og ljósin bara svínvirka. Fór í ljós og keypti mér lýsistvennur í gær, og át. Hef ekki verið svona vel vakandi í manna minnum.
Hef legið nokkuð vel við böggi í Leikfélagi Hafnarfjarðar undanfarið, þar sem ég hélt ég hefði eiginlega ekki nóga reynslu í ofbeldi á sviði til að fylla þann ágæta flokk. Er síðan búin að dunda mér við að setja saman ferilskrá með leikafrekum mínum og sé að það er mesti misskilningur.
1992 - Drakúla Greifynja. Ég er geðsjúklingur og Siggadís lemur mig og setur mig í spennitreyju.
1993 - Ef. Ég og vinir mínir í "vonda genginu" beitum hvert annað og Berglindi Rós ofbeldi stanslítið, auk þess sem sama Siggadís hendir mér og öllum vinum mínum í "góða genginu" út. (Þess má geta að téð Siggadís er líka nýr félagi li Leikfélagi Hafnarfjarðar og er greinilega vel að því komin.)
1996 - Páskahret. Kærastinn minn hann Gúndi (leikinn af Togga) þrusar á mig eins og einu glóðarauga. Svo fæ ég reyndar að lemja hann til baka í lokin og fæ mikið útúr því.
1997 - Embættismannahvörfin. Mér og öllum vinum mínum er troðið ofan í gryfju á sviðinu. (Og kærastinn minn hann Friþjófur, leikinn af Sævari, missir reyndar einu sinni vasaljós í fésið á mér, en það var nú óvart.)
1998 - Sálir Jónanna. Leik afturgenginn útburð.
2001 - Víst var hann Ingjaldur á rauðum skóm. Drep kærastann minn hann "biskup" (leikinn af V. Kára) með skærum. Mikill splatter.
2003 - Sirkus. Er manhöndluð af tveimur fávísum fyrrverandi lögregluþjónum, við hvert tækifæri, og eiginmaður minn reynir að kasta í mig hníf.
Semsagt, hef alla burði og fullt af þjálfun í hvers konar heimilisofbeldi eða annars konar og ætti ekki að vera neins manns undirhundur í LH.
23.3.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli