26.3.04

Það er ekki eins og maður eigi ekki að læra af reynslunni.
Það er ekki eins og þetta hafi ekki komið fyrir áður, svosem.
Það er ekki eins og ég viti ekki að ef maður stenst ekki freistingar þá komi afleiðingarnar beint í skallann á manni.

Eins og segir í Fiðlaranum á þakinu:
"Sá sem spýtir upp í loftið fær það aftur framan í sig".

En samt, en samt.

Þegar sýningin á fimmdudaxkvöldi er búin.
Og þjáningafulli búningurinn er hættur að vera á eigin skinni og kominn úr augsýn.
Og fyrsti bjórinn í anddyrinu yljar.
Og maður má loxins tala upphátt við allt skemmtilega fólkið.
Og einhver segir: "Er ekki ungi?"

Þá fer nú dómgreindin aldeilis út í veður og vind.
Og einn bjór verður að tveimur.
Og þar enda þolmörkin.
Og öllu saman er skolað niður með fleiri sígarettum en lungunum er hollt.
Og þarmeð er búið að leggja drög að einkar fúlum föstudegi.

Já, afleiðingar koma beint frá Satni.

Er ekki 29 ára í dag, heldur 92, súrrealísk í orði og æði.

Engin ummæli: