17.3.04

Um sig hefur gripið bloggleti.
Erfitt að segja til um hverju þetta sætir, hef bara eiginlega enga skoðun á einu eða öðru þessa dagana. Veit ekki hvað er í fréttum og er algjörlega í mínum eigins heimi eitthvað.

Skráningar eru hafnar á leiklistarskóla Bandalagsins. Þar skráði ég mig á höfundarsmiðju, sótti reyndar líka um að komast á slíka úti í Írlandi á sama tíma, en efast nú kannski svona frekar um að komast að þar. Enda fer ekki hjá því að mig langi talsvert mikið meira að vera með vinum mínum í Svarfaðardalnum heldur en á einhverju skerí vörksjoppi með ókunnugum útlendingum... en sjáum til.

Ritgerðin mjakast og mjakast. Allt of hægt. Sérstaklega eftir að það fór að vera sól úti. Þegar ég útskrifast verð ég á annarri hvorri höfundasmiðjunni, og þegar það verður búið ætla ég aldrei að læra neitt framar. Veit alveg nóg, punktur og pasta. Nú þarf nú samt að fara að skyrpa í lófana, ef þessi útskrift á að hafast.

Hérmeð.
Hrrruggg-tu!

Engin ummæli: