21.6.04

Þá er öllum þvælingi lokið í bili, og það var nú gott.
Komin aftur og ferðafóbían algjörlega gengin í endurnýjun lífdaga. Líka búin að útskrifast, eftir því sem ég best veit, var annars ekkert á staðnum og held að nöfn okkar sem sýndu athöfninni það virðingarleysi hafi ekki verið lesin upp. Útskrifaðist sumsé í kyrrþey síðasta laugardag. Í framhaldinu er stefnan að snúa sér að uppbyggilegri skrifum, svona þegar einhveju lagi hefur verið komið á híbýlin. (Stefni á að þvo, taka til og skúra, strax í dag.)

Lokadagur í Svarfaðardal var hinn best lukkaðasti. Sá 10 hraðuppsetningar á stuttverkum. Mörg lofuðu góðu. Endurnýjaði kynni mín af mínum heittelskaða sem er allur orðinn hinn trúðslegasti. Og náttlega alltaf flottastur. Svo var náttlega mikið knúsast með um 60 manns, fram og til baka og út á hlið.

Og nú er alvara lífsins tekin við. Vinnan byrjuð aftur og sumarfríið í ár búið. Stutt gaman og skemmtilegt. Búin að tékka á stöðunni í EM. Byrjaði á að sjá í gærkvöldi síðust mínútur leiks Portúgala og Spánverja þar sem mínir menn sendu Spanjólana heimtilsín. Eiginlega ekki hægt að byrja betur! Skilst að það sé búið að fresta uppsetningu á Petru von Kant, sem er eins gott, mikið að gera að horfa á fóbolta næstu 2 vikur, eða svo.

Allt að gerast.

Engin ummæli: