25.6.04

Jahjarna.
Ég má sofa út á morgun, bara alveg eins og ég vil, í fyrsta skipti í þessum mánuði. Líka fyrsta helgin í manna minnum sem ég get notið þess að vera ekki að skrifa ritgerð. Mmmmm. Get þá um leið fengið mér samviskubit yfir því að vera ekki að skrifa leikrit... Nema ég geri það bara, haldi áfram með rómantíkina. Svo ætti ég náttlega að fara að starta bjánismablogginu mínu, og svona. Svo ekki sé minnst á þátt minn í Sögumenn samtímans sem ku eiga að vera á öldum ljósvakans einhvern tíma í næsta mánuði sem nálgast eins og óð fluga.

Held ég huxi samt bara um sem minnst fyrr en EM verður afstaðið. Gaman í gær, mínir menn eins og hetjur. Varð ég þó að bera kæti mína í hljóði þar sem heitmaðurinn hélt með Englendingum og var arfafúll.

Og, því er skemmst frá að segja að lítið varð úr jónsmessunæturgöngu, veðrið ákvað að verða vont og sér ekki fyrir endann á því. Sumarið er greinilega ekkert sérstaklega tíminn, í ár.

Er búin að setja stefnuna á Austur, svona einhvern tíma þegar bæði litlu systkini mín verða þar líka, þá ætlum við öll saman að gera eitthvað í tilefni 3faldrar útskriftar. Erum allt í einu orðin alveg sprengmenntuð fjölskylda. (Og þar með náttlega alvarlegur baggi á þjóðfélaginu með milljarðaskuldir í námslán á bakinu, en það hljómar vel.) Enda fréttum við það í fyrrasumar að við værum frá "menningarheimili". Þótti okkur merkilegt að heyra það.

Mig minnir að einhvern tíma hafi sumarið þótt frekar rólegur tími í vinnunni minni. Það er greinilega misminni, því hér er eiginlega allt snarklikkað að gera.
Fussumsvei.
Best að fara að skrifa frétt um skólann sem ég var ekki á.

Engin ummæli: