Gleymdi að segja frá Degi Áhugaverða Innkaupa um daginn.
Þannig er að allt í einu, einhvern tíma í síðasta mánuði, átti ég "umfram" peninga. Svosem eins og hundraðþúsund kall sem ég sá ekki fram á að eyða, að öllu eðlilegu. Velti fyrir mér í smá stund hvort ég ætti að nota tækifærið og lækka yfirdráttarheimildina, eða hvort ég ætti að hækka nýlega endurstofnaðan "höfuðstól".
Allavega, örlögin (og nýja gasgrillið hans Dóra) höguðu því þannig til að á mánudagseftirmiðdag lenti ég í Hagkaup í Smáralind. Mín eigin fíkn leiddi mig að DVD sjónvarpsþáttahillunum, nánar til tekið þar sem búið var að stilla upp ÖLLU 6 & the city. Það þarf náttúrulega ekki að orðlengja það að út fór ég tveimur seríum ríkari, og sem því nam í fjármunum fátækari.
Svo er lagersala í Vero Moda.
Er sem sagt búin að finna þriðju leiðina til að koma fyrir óvæntum afgangi af fjárlögum mánaðarins. Verkefnið gengur undir vinnuheitinu: Að Eyða Í Vitleysu. Ef einhver afgangur verður til næsta mánaðar má hann fara í eistneskan bjór og túristaglingur.
Jájá, búið að skipuleggja þetta alltsaman.
14.7.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli