12.7.04

Og allir saman nú:

Hann á afmælídag... (o.s.fr.v., með hvaða lagi sem menn vilja, "Ég vil elska mitt land" eða upphitunarsöng Hugleix.)

Nú á ég 37 ára gamlan kall. Jahjarna hér. Nýtt máltæki; tímarnir eldast og mennirnir með... Annars er hann Dóri minn nú svo mikið spriklandi unglamb á alla kanta að lífaldur kemur ekkert að sök. (Skiljist eins og menn vilja.)

Þá er úthlutunarfundi aflokið (áréttist, ég er ekki búin að gá hvað nein leikfélög eru að fá í styrk, enda kemur það allt í ljós bráðum) og fer vonandi að verða kyrrt og hljótt í vinnunni til að fara að vinna úr "þaðsemþarfaðgera" haugnum sem hefur verið að hlaðast upp allt í kringum mig. Svo á að eyða næstu helgi í faðmi fjölskyldunnar fyrir austan og það verður nú aldeilis ljómandi.

Mikið er mar nú annars orðinn gamall, var eiginlega alveg snarónýt eftir maraþon stjórnarfund á föstudaxkvöld og laugardag og svaf mest á bæði mín grænu í gær. Hérna áður fyrr hefði maður nú tekið svonalagað í nefið, og helst djammað það sem eftir væri helgar.

Vaknaði nú samt aðeins í gær, og tók m.a. hið nýstofnaða lífríki kóngulóa á svölunum hjá Dóra til bæna. Rakst á ýmsar tegundir sem voru ekki einu sinni til í kóngulóabúskapnum á Laugarnesveginum um árið. Oj og bjakk. Vona að ég hafi svælt ófögnuðinn í burtu, með sápu og rúðupússi.


Engin ummæli: