1.7.04

Lesendabréf frá samviskunni.

Sigríður. Þú ert nú eitthvað vangefin!
Ertu virkilega ekki enn búin að læra það að að það er ALDREI góð hugmynd að vera full til hálffjögur í miðri viku!?! Ég veit að þig langar í meðferð, en er þetta nú ekki full mikið á sig lagt.

Sérstaklega þegar þú VEIST að þú ert ein í vinnunni, og Hörður er búinn að koma og setja eldref í tölvuna sem þú kannt ekkert á og þú átt að vera að gera fullt af hlutum sem hreinlega krefjast þess að þú sért ÓDRUKKIN Í VINNUNNI!

Svo máttirðu náttúrulega alveg búast við því að alheimurinn refsaði þér fyrir kæruleysið. Notaði til þess beintengingu sína við skrifstofuna, vítisvélina, og segði henni að éta í tætlur blaðsíðu 24 í Kabarett. Vertu bara fegin að þetta var ekki eina eintakið Í HEIMINUM! Og svo hefðiru náttúrulega getað sagt þér sjálf að þú hefðir ekki vitsmunalega orku í að laga flækjuna án þess að skemma svo rækilega mikið að það þurfti að kalla á viðgerðarmann, akkúrat þegar þú varst að þynnast upp og gast helst ekki átt samskipti við ókunnugt fólk.

Og svo áttu líka eftir að pakka niður fyrir helgina, fara í RÍKIÐ, og fleira og fleira sem þú átt örugglega eftir að gleyma öllu saman svo ekki sé minnst á að vera þunn og geðveik í Trékyllisvík.

Þú ert nú meiri bjálfinn!

S(amviskan)

Engin ummæli: