6.9.04

Að Byrja á Byrjuninni.
Jæja, þá er að fara að reyna að eyða peningunum sem maður er að fara að eignast. Næsta mál á daxkrá: Að skoða íbúðir í eigin persónu, í stað þess að liggja bara slefandi yfir myndunum á netinu.

Ætla að byrja á að skoða það sem mér líst á sem er:
a) í austurbænum
b) ódýrara en 9 milljónir

Sá flokkur samanstendur af kjöllurum og hanabjálkum, en það er kannski bara allt í lagi. Hver þarf svo sem að sjá út? Er kannski bara bjánagangur að vilja endilega geta staðið uppréttur heima hjá sér? Frá grundvallarkröfu um baðkar vík ég nú samt ekki!

Þetta er nú örugglega alveg illa leiðinlegur prósess. Enda sennilega á að kaupa það fyrsta sem ég sé, bara út úr leiðindum.

Af hverju fást annars íbúðir ekki bara í venjulegum sjoppum? Maður ætti bara að geta labbað inn í Svarta Svaninn og sagt:
"Hurru, ég ætla að fá tvo pakka af Salemi og eina íbúð með baðkari. Altílæibleess."

Engin ummæli: