7.9.04

Tilkynningar

Útvarpsþátturinn Sögumenn samtímans er kominn á einhvers konar segulþráð. Þetta verður síðasta afrek mitt í þeirri ágætu þáttaröð. Allir sem nenna leggi við hlustir á rás 1 um klukkan 18.35 á laugardaginn nk., þann 11. september. (Og þið megið getta einu sinni um hvað þátturinn er.)

Svo eru sýningar á Beisk tár Petru von Kant í gangi. Nú eru aðeins 5 sýningar eftir og þar af er orðið uppselt á eina þannig að menn þurfa að fara að drífa sig ef þeir ætla að sjá. Sýningarnar sem eftir eru, eru:

Miðvikudag 8.9. kl. 20.00 - Uppselt
Föstudag 10.9. kl. 20.00
Laugardag 11.9. kl. 20.00
Föstudag 17.9. kl. 20.00
Laugardag 18.9. kl. 20.00

Sýnt er í gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði (við tjörnina) og miðapantanir eru í síma 848 0475. Miðinn kostar skitinn 1000 kall og sýningin tekur rúman klukkutíma í flutningi, svo þetta fer ekkert með allt kvöldið. Svo er ég komin í kvöldvinnu þannig að þetta gæti orðið síðasti séns til að sjá mig dingla mér á sviði, allavega á næstunni. Svo drífa sig nú!

Þá held ég að ekki sé fleira sem ég geri á opinberum vettvangi þessa vikuna, enda er þetta nú slatti..

Ég er að huxa um að skoða eina íbúð í dag. Um að gera að gera sollis í þessari líka haugarigningu, maður sér þá hvort hún lekur.

Engin ummæli: