7.10.04

Nú er vinnugeðstrop.
Eins gott að íbúðakaupaþróunarmál eru ekki í mínum höndum í augnablikinu. Pappírar verða að ferðast fram og til baka á milli Egilsstaða og Reykjavíkur næstu daga og jafnvel vikur í því skyni að mér lánist einhverjar millur til að geta borgað út og skrifað undir. Það gerist væntanlega ekki fyrr en í sömu viku og afhending á að fara fram en í dag eru tvær vikur, nánast sléttar, þangað til það á að gerast.

Um helgina er haustfundur Bandalaxins míns á Akureyri og þar mun verða komið einhverju skikki á skipulag leiklistarhátíðar sem við höldum þar í bæ næsta sumar.

Upp er einnig runnin skriftörn í M&M. Einhvers staðar inn á milli vinnanna og fundanna þarf ég að finna einhverja klukkutíma til að liggja í því. Hlakka reyndar ógurlega til, yfirleitt gaman þegar við setjumst niður saman, tölvan og ég.

Vinnugeðstropi heldur reyndar áfram út þennan ágæta mánuð, eftir því sem ég best fæ séð, og eitthvað verður lítið um svigrúm til neins. Geðbólgur sökum annarra hluta verða að bíða.

En öll vitleysan endar svo væntanlega á hamslausri gleði og hamingju í nýju íbúðinni og ferð til Færeyja.

Engin ummæli: