6.10.04

Well, there aint no use to sit and wonder why, babe
even if you don't know by now

Tölfræði getur komið manni skemmtilega á óvart.

There aint no use to sit and wonder why, babe
it'll never do somehow


Svona ef maður fer að reikna.

When the rooster crows at the brake of dawn...

Þetta er þriðja árið í röð sem ég fæ minnst eitt dömp á ári.

...look out your window and I'll be gone...

Fékk reyndar 2 árið 2002.

...you're the reason I'm travelling on...

Þar áður dömpaði ég nokkur ár í röð. Sleppti því reyndar 1998 og 2000, enda var 1999 óvenju afdrifaríkt.

Það skyldi því kannski engan undra þó maður sé búinn að þróa með sér ákveðna fælni og vonleysi og þar að auki komin með sálartötrið í rassgatið.

Skyldi dálæti mitt á þessu lagi með Bob Dylan hafa einhver kosmísk áhrif þannig að það eigi ævinlega vel við minnst einu sinni á ári?

...don't think twice it's all right

Eigi skal nú samt gráta Björn bónda eða drepast ofan í klofið á sér, heldur safna liði og kanna leiðir til úrbóta.

Úrbót 1 Ég er greinilega ekki góð í að hafa stjórn á þessum málum. Ein keeelling í klíkunni hefur náð þeim árangri að verða "eiginkona". Henni hefur verið falin stjórn forvals. Þegar síðan kemur að endanlegri kosningu verður málið sett í Nefnd Útvaldra.

Úrbót 2 Um næstu áramót ætla ég að stela áramótaheiti Ross frá því einhverntíma og segja "Engir Skilnaðir 2005". Reyna svo að fylgja því eftir. Þó það þýði Engir Menn 2005. (Gæti reyndar verið álíka raunsæislegt og Reyklaust Ísland árið 2000, þar sem hórdómsafköst vor ná jafnan út yfir allan þjófabálk, en það má reyna.)

Næsta lag á Dylan disknum mínum er Times are changing. Legg mikinn og djúpan skilning í það.

Á sama tíma skal Feng Shui heimilisins haldið í stöðugu jafnvægi, grænbláir þörungar étnir í akkorði og andlegum afturbata náð í gegnum innhverfa íhugun við prjón.

Engin ummæli: