10.12.04

Langtímamarkmið: Næstu jól ætla ég að eiga Aftur Sama Kærastann.

Var að huxa um jólagjafir handa Nýja Manninum og Nýja Barninu og hef ekki hugmynd. Og fékk margfalt deja vu. Þetta eru sumsé fjórðu jólin í röð sem ég á Nýjan Mann og veit ekkert í minn haus. Finnst klént að bjarga mér önnur jólin í röð á Liverpool-dóti. Hef reyndar þann valkost í ár að bjarga þessu með áfengi (gagnvart Rannsóknarskipinu, ekki Smábátnum... ennþá... held ég...) en notaði það eiginlega þegar hann átti afmæli.

Ég er orðin of gömul til að nota hugmyndaflugið á hverju ári. Þess vegna segi ég og skrifa, og Morrinn má éta mig í heilu lagi ef ég stend ekki við það, ég ætla Aldrei Aftur að Skipta um Mann. Aldrei.

Ef það verður aftur reynt að að dömpa mér ætla ég bara að stinga puttunum í eyrun, loka augunum og syngja hátt: „Heyri ekki tilðín! Lallallah!“

Og ef það text samt, á einhvern lymskulegan hátt, eins og t.d. í tölvupósti, og einhver annar ætlar að fara að gera hosur sínar grænar fyrir næstu jól, þá ætla ég að segja: „Þegiðu og farðu, nenni ekki að tala við þig fyrr en eftir áramót.“

Allt útspekúlerað.

Engin ummæli: