Ólíkt hafast menn að. Tvær embættistökur eru nýafstaðnar.
Annars vegar var það hann Bush, sem toppaði sjálfan sig í undarlegum frösum. Hann ætlar að frelsa heimsbyggðina. Það minnti mig pínulítið á Simpson-þátt þar sem allir tóku sér Bart Simpson til fyrirmyndar og höguðu sér eins og þeim sýndist. Vandamálið við frelsi einstaklingsins er nefnilega það að það rekst stundum á við frelsi annarra einstaklinga. (Frelsi hermanna til að pynta fanga í Írak rekst til dæmis harkarlega á við frelsi Íraka til að láta ekki pynta sig...) Svo er nú kannski ráð að athuga aðeins ástandið í þeim löndum sem Bandaríkjamenn eru búnir að "frelsa". Eftir því sem manni sýnist frá Afganistan og Írak eru menn nú ekkert að sleppa sér í friði og velmegun og öðru því sem Bush vill meina að frelsinu fylgi... Og næst sýnist manni eiga að sprengja hús í Íran. Mikið held ég að Íranir verði nú hamingjusamlega frjálsir yfir því. Mesta firra og ófrelsi að búa í húsum alltaf.
Svo er það náttlega hann Júsjenkó sem var að sverja embættiseið í Úkraínu. Hann ætlar að einbeita sér að því að uppræta spillingu og fátækt heima hjá sér. Nokkuð sem náttlega fyrirfinnst ekki í hinum snarfrjálsu Bandaríkjum, eða hvað?
Það vantar fleiri Júsjenkóa. Taka til heima hjá sér, áður en menn fara að vaða offari annars staðar.
24.1.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mér finnst þú svoooo GÁFUÐ!!!!!!!
Af hverju ræður þú ekki bara öllu??
Ég gæti hjálpað þér?
Værum við ekki gott teymi?????? Ha?
Ylfa
Já, stofnum almennilegan Afturhaldskommatittsflokk. Og stefnum á einræði. Frelsi, mæ es. Fólk kann hvortsemer ekkert með það að fara.
Skrifa ummæli