18.1.05

Mig er búið að vera að dreyma endalausa spennandi splatterdrauma undanfarið. Fyrir hverju ætli það sé t.d. að dreyma:

- Ógeðslega gruggugt baðvatn
- Að maður sé að kreista blóð úr rottum
- Endalaust mikinn snjó, inni, sem aðrir eru að moka
- Litla rauða og marga flugelda út um allt

Og allt þetta, ásamt með ýmsu fleiru mis-ógeðslegu, gerist í myrkri. Og þetta eru samt ekki martraðir. Er ævinlega pollróleg bæði á meðan og þegar ég vakna frá þessum skemmtilegheitum.

Mér hefur sýnst meginreglan í draumaráðningum sé sú að viðbjæðir séu fyrir góðu, en fátt veit á verra en hvolpar, kettlingar og sæt smábörn.
Komandi tíð ætti því að verða öll hin besta.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Mig dreymir bara skrímsli sem koma í myrki og slátra heilum leikfélögum - konum, körlum og börnum - af mikilli innlifun og blóðsúthellingum. Stjaksetningar eru áberandi. Ætli það sé ekki fyrir góðu leikári?

Nafnlaus sagði...

Þetaer er viðbjóðslegur draumur......