16.1.05

Enn ein tíðindasmá helgi að syngja sitt síðasta. Mismenningarleg.
Horfði á ædolið hjá Nönnu. Okkur sýndist margt og mismikið og veltum fyrir okkur að mæta einhvern tíma í Smáralindina og sitja á fremsta bekk með prjónana. (Og eyrnatappa.) Og huxuðum ennfremur um að stofna Gallerí Prjón.

Á laugardaginn fór ég á einleikaratónleika hjá litlusystur. Hún er orðin svo flínk að spila á gullklósettið sitt að puttarnir á henni sjást varla þegar hún spilar hratt. Og smá plögg, ofursinfónían Hver tók ostinn minn verður flutt í Borgarleikhúsinu þann 2. febrúar (miðvikudaxkvöld) klukkan 10.

Á laugardaxkvöld hummaði ég fram af mér partí hjá sömu systur sökum almennrar leti og horfði í staðinn á sjónvarpið í þágu bágstaddra. Og þótti það nokkuð á mig lagt. Hver er meiningin með því að hrúga saman mest pirrandi fólki í íslensku sjónvarpi og nota það fyrir kynna? Reyndar verð ég að segja að Gísli Marteinn finnst mér blátt áfram viðkunnanlegur við hliðina á Bingóskrípinu. Mér finnst fólk á kókaíni óskemmtilegt.
Finnst ég allavega hafa lagt mitt að mörkum fyrir bágstadda við Indlandshaf bara með því að pína mig yfir þessu.

Og nú verð ég að fara að hætta að fjalla um sjónvarpið. Þetta er að verða alvarlega paþþettikk. Gallinn er bara sá að ég nenni ómögulega að eiga líf þessa dagana, nema í algjörri mýflugumynd. Fer vonandi að lagast með hækkandi sól og meiri Hugleik.

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ég barði þig augum. Og hafði gaman af. Sje þig á næsta fjelaxfundi....

Nafnlaus sagði...

Hvað meinarðu!!!
Mér finnst bingókallinn æði, er að spá í að taka upp hans stíl í viðtölum hjá mér og enda svo alla tíma á að berja pennanum í borðið og segja......og málið er dautt!!

Gadfly sagði...

Pantar maður miða á Ostinn hjá Borgarleikhúsinu?

Sigga Lára sagði...

Jah.. þegar stórt er spurt... ætli það ekki bara? Annars er trúlega óhætt að mæta bara.