12.1.05

Uppgötvaði einstaklega skemmtilegt dót um jólin. Singstar. Það er skemmtilegt. Vil mælast til þess að einhver sem ég þekki hérna megin á landinu eignist svoleiðis svo það sé hægt að taka einvígi eftir ædolpartí.

Svo er ég greinilega ekki enn búin að jafna mig eftir dásamlega bók sem ég las um jólin. Nefnilega Börnin í Húmdölum. Snilldarbókmenntir. Las hana á milli jóla og nýjárs og er enn að fá martraðir. Svona eiga hryllingsbókmenntir að vera og ég hlakka mikið til að sjá hverju þessi ungi afburðahöfundur tekur upp á í framtíðinni.

Annars eru janúargeðsveiflur að ná nýjum hæðum þetta árið og ég bregst við þeim með því að halda mig fjarri mannlegu samfélagi eins mikið og ég get. Betra að urra bara á sjónvarpið og veggina í íbúðinni sinni heldur en annað fólk. Þykist síðan ekkert nema gleðin og geðgæðin þegar Rannsóknarskipið mitt hringir í mig. Heppilegt fyrirkomulag. Enda, ef marka má ófarir síðustu sjöþúsundmilljón sambanda minna, hentar návígi mér sennilega ekki allskostar. Geðillska á nefnilega til að hræða fólk.

4 ummæli:

fangor sagði...

ég reyndi að fjárfesta í singstar um helgina en það var uppselt, kemur vonandi fyrir helgi svo við getum tekið einvígi:þ

Nafnlaus sagði...

Híhíhí. Ég urra á viðskiptavini.

Berglind Rós sagði...

Komdu samt til mín á þriðjudaginn, þú mátt alveg urra á okkur, átt það alveg inni hjá mér a.m.k. :-)

Sigga Lára sagði...

Ég reyni, það getur samt verið að ég verði að urra á Hugleik...