23.3.05

Tjáði mig náttlega of snemma um páskarólegheitin. Það er auðvitað eins og við manninn mælt, kl. 20 mínútum áður en ég ætla í páskafrí fyllist allt af menntaskóla-unglingi, sem talar óskiljanlega og veit ekki hvað hann vill. Aukinheldur hringir allur heimurinn og man allt í einu eftir milljón hlutum sem hann þarf að redda, á minni skrifstofu, einmitt í dag. Svei því öllusaman. Minn miskunnsami samverju nær bara ekki lengra en svo að ég skammast mín takmarkað fyrir að láta marga lifa páskana án minnar þjónustu.

Klukkan er 12.47 og þeim sem láta sjá sig hér fram til 13.00 verður fleygt afturábak niður stigann.

Engin ummæli: