24.3.05

What?

Var að eiga hreint indælt skírdaxkvöld yfir sjónvarpinu þegar allt í einu gerðust undarlegir hlutir. Bein útsending alveg útum allt. Fissjer er að koma! Þetta er orðið allt hið pínlegasta og farið að minna skuggalega á komu Keikós á sínum tíma.

Ætli þetta verði ekki bara sama dæmið? Tómur kostnaður og svo veit enginn hvað á að gera við kvikindið? Eigum við ekki bara að læra af mistökunum frá því síðast og éta hann strax?

Allavega hefur enn einn geðsjúklingurinn bæst í íslenskra manna tölu.
Mér finnst það nú ekki sérstaklega fréttnæmt.

4 ummæli:

Klikkun sagði...

Geðsjúklingur ? Hann hefur þó eitt fram yfir Íslendinga, segir það sem honum finnst og er skítsama um álit annarra. Eitthvað sem við ættum kanski að temja okkur í stað þess að nöldra einhverstaðar úti í horni. En eitt kann landinn þó..strax búinn að markaðsetja kvikindið...

Gummi Erlings sagði...

Ef við sjáum honum fyrir nógum dekkjum til að veita honum fró ætti hann að vera til friðs, ekki satt?

Nonni sagði...

FREE BOBBIE!

Nafnlaus sagði...

Fissjer spissjer. Mér finnst þetta alveg í takt við Íslenzka Lýðveldið og hananú. Það hefði komið mér á óvart ef þeir hefðu gert þetta öðruvísi!!!