21.6.05

Aðfara...

Held ég sé alein vöknuð á þessum aðfarardegi leiklistarhátíðar. Allavega gerðust þau undur og stórmerki að síminn minn hringdi alls ekkert í morgun. Endaði með því að ég varð svo stressuð að ég dreif mig í upplýsingamiðstöðina, sem þetta árið státar af nettengingu. Og hér er ekki hræða lífs. Er reyndar ekki búin að athuga með Hafnfirðinga sem eru svo samviskusamir að þeir sofa í leikrýminu sínu á efri hæðinni.

En þetta er nú líklegast bara lognið á undan fárviðrinu. Muni maður rétt.

Svo maður haldi nú áfram að dagbókarfæra bandalaxviðburði, sem mar er á í þetta skipti, að undirbúningur hátíðar höldum við að gangi sæmilega. Annað slagið geri ég vonlausar tilraunir til að muna hvernig ég gerði hvað síðast, en þær eru nú ekki til mikils. Sólin er eitthvað farin að láta sjá sig, en henni var ekki spáð fyrr en á opnunarhátíð á morgun. Menn eru eitthvað farnir að tínast á svæðið, en við eigum von á að flestir komi í dag. Er búin að búa til alls kyns skilti (og plasta þau!) með alls konar upplýsingum, og er að huxa um að gera eitt enn:

BANNAÐ AÐ VERA MEÐ VESEN!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að vera með GEÐVEIKT vesen!!! En bara hérna heima sko!