24.6.05

Að fara

á leiklistarhátíð er góð skemmtun.
Þó sýnu skemmtilegra ef maður þarf ekki að vera að urlast við að halda hana.

Annars held ég að allt gangi vel, nema þegar einhver kvartar yfir einhverju, sem er oft, eins og síðast, en þó er líklegt að þetta verði allt svona líka arfaskemmtilegt í minningunni, eins og síðast.

Held ég hafi selt íbúðina mína í dag, svona í hjáverkum. Og er það vel. Jibbúler.

Mikið ógurlega hlakka ég nú samt til á sunnudaginn að geta kannski sofið heilan svefn og huxað heila huxun. Næst ætla ég á leiklistarhátíð sem einhverjir aðrir halda. Hvað sem það kostar. Samt fegin að ég er ekki að fara til Mónakó. Tilhuxunin um fleiri hátíðir í sumar vekur mér hreinræktaða ógleði.

Engin ummæli: