30.6.05

Meira frí

Búin að vera á Héraði í tvo daga og í morgun kom það. Fyrsta Egilsstaðabrjálið. Las Austurgluggann og hafði skoðanir á öllu sem var í honum. Brást við því eins og maður gerir, með því að fara í kaupfélagið.

Þaðan lögðum við hjónin örlitla lykkju á leið vora og skruppum á Borgarfjörð Eystri. Þar var sama rigningin og þegar ég kom þangað síðast og öfug Dyrfjöllin sáust ekkert fyrir þoku. Árni var samt ánægður með ferðina, hafði enda hvorki séð þennan Borgarfjörð né nokkurn lunda fyrr.

Nú erum við orðin bæði foreldra- og barnlaus. Veitir enda ekkert sérstaklega af, Árni er að drukkna í þýðingaverkefnum og ég er ekki hálfnuð með að jafna mig eftir leiklistarhátíð. Vona nú samt að ég klári það um helgina svo ég geti lagst í leikritaskriftir í næstu viku þegar ég verð orðin al-alein.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að Árni eigi ekki að heita Árni. Mér finnst að hann eigi að heita Rannsóknarskip...
Annars þarf ég að heyra í þér og fá að vita hvort þú kemur við annan mann í Brullaupið eða hvort ég læt þig bara soga hjá Sævari. Ekki reyndar að það sé neitt bara.....

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast. Glæsilega skipulögð og upplýsingamiðstýrð hátíð. Hvenær kemuru í bæinn?
Hrefna

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast á Akureyri. Þú manst að ég bý líka við Kjaftamyllustræti þannig að það er stutt á milli núna. Látiði sjá ykkur næst þegar þið komið úr kafinu.
Kveðja, Silla.