3.10.05

Bleikjur...

Dreymdi í nótt draum sem eiginlega hlýtur að þýða eitthvað. Þannig var að við Rannveig vorum úti á einhverju vatni, á sitthvorum bátnum. Við vorum að veiða, en vorum ekki með stangir, bara girni með öngli. Hún veiddi fjórar litlar bleikjur, en ég bara eina stóra. Það var hins vegar mjöög auðvelt að draga mína upp, og það var eins og hún væri eiginlega hálfdauð þegar ég náði henni um borð. Þurfti samt aðeins að rota hana.

Og þá spyr ég, spekingar, fyrir hverju eru bleikjur?
Öðru en að maður hafi leyndar hvatir til ferskvatnsfiskveiða?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður léttari í fyllingu tímans og elur blei... úpps, bleika stelp....úpps, stúlkubarn.

Sigga Lára sagði...

...sem verður dauðyfli hið mesta?

Bára sagði...

Iss, bleikjur smeikjur. Hvernig er með textana sem var lofað í stórum stíl kona. (Held reyndar að orðið "ferskvatnsfiskveiðar" sé nógur texti í heilt kórverk ef út í það er farið).

Berglind Rós sagði...

Mann dreymir nú svo margt skrýtið þegar maður er óléttur, það er alveg magnað :-) Þú ert náttúrulega með stelpu í bumbunni en það er önnur saga. Kannski bara eignast Rannveig fjögur lítil hús og þú eitt risastórt :-Þ

Gadfly sagði...

Báturinn táknar rannsóknarskipið. Þú eignast eina stóra stelpu og fæðingin verður auðveld. Rannveig eignast hinsvegar fjórbura en ekki samt með sama rannsóknarskipi og þú.

Gadfly sagði...

Já ég gleymdi einu, stangleysinu. Þarna vantar eitthvað. Stöngina. Sem er vitanlega fallosartákn. Þetta merkir að ólétta ykkar Rannveigar er til komin fyrir gervifrjóvgun (ég vissi ekki að þú hefðir farið þá leið, svona koma draumar þínir upp um þig.) Það gæti einmitt skýrt þessa óvenjulegu frjósemi Rannveigar.

Nafnlaus sagði...

Það er mjög auðvelt að ráða þennan draum. Þegar drengurinn verður sirka tveggja ára (gæti verið sex mánaða) muntu flytjast til þýskalands.... eða Hollands...

Sigga Lára sagði...

Noh, viðsnúningur hjá Ylfu. Það er eins og mig minni að hún hafi spáð mér stúlkubarni, eins og allir aðrir. Nema hún eigi við að næsta verði drengur. Og, Þýskaland eða Holland... já?

Nafnlaus sagði...

Ég spái ævinlega bæði stúlku og sveinbarni. Það er þá öruggt að ég hef 50% rétt fyrir mér!

fangor sagði...

hvers vegna í ósköpunum hafi allir ákveðið að barnið verði stúlka?

ég ræð þennan draum á þann hátt að þú munir verða fljót að skríða saman eftir sjálfskipaða sjúkrahúsvistina með krílið...

Berglind Rós sagði...

Ég veit ekki, ég er alla vega löngu búin að ákveða þetta. Þekki hvorki meira né minna en fimm óléttar konur og er búin að ákveða hvað fjórar þeirra eru með, ég á bara eftir að ákveða hvað er í bumbunni þinni frú Nanna :-)

Nafnlaus sagði...

„ ... Mann dreymir nú svo margt skrýtið þegar maður er óléttur ... “

Sjitt og fokk! Þá er ég óléttur! Get ímyndað mér að það verði ekki beinlínis skemmtilegt með þett vaxtarlag.

Ráðninguna finnurðu í þriðja atriði Stútungasögu.