4.10.05

Horngrýtis!

Nú hefur einhver fækkað klukkutímum í sólarhringnum eina ferðina enn. Hvorki vinnutíminn né annar tími endist til þess sem ég þarf. Og Rannsóknarskipið hefur enn meira að gera en ég, og rétt maður plöggi það sem hann er einn máttarstólpanna í þessa dagana:

Hugleikur verður með

ÞETTA MÁNAÐARLEGA

Í Þjóðleikhúskjallaranum 7. og 8. október kl. 21.00

Fyrir þá sem ekki þekkja til eru þessi mánaðarlegu jafnan sýning nokkurra einþáttunga, saminna, leikstýrðra og leikinna af Hullurum sjálfum. Rannsóknarskipið verður þarna á hverju strái, þannig að fyrir þá sem enn hafa ekki barið verðandi barnsföður minn augum er þarna komið Einstakt Tækifæri, lesendur góðir, aldrei að vita hvenær hann verður næst sýndur.

Engin ummæli: