31.10.05

Hor og slef

Flensudraugurinn náði mér. Ég vaknaði meira að segja við það í nótt. Og á versta tíma, Rannsóknarskip og smábátur halda norður á bóginn á morgun og verða í næstum viku. Unnustinn minn getur auðvitað ekki á heilum sér tekið af áhyggjum af að skilja mig aaaaaleina eftir en ég er nú búin að vera að reyna að segja honum að það verði lítið hægt fyrir mig að gera á meðan ég ligg í mínu hori og slefi.

Verst finnst mér að missa af æfingum, en þá kemur æfingadagbókin að góðum notum. Svo er ég auðvitað með kvíðaröskun yfir öllu sem ég er ekki að gera í vinnunni, en það verður bara að hafa það.

Þannig að, þessa vikuna verður væntanlega mest óráðshjal á þessu bloggi. Sem gæti reyndar alveg orðið áhugavert.

Best að gera nokkur létt Sudoku þangað til Rannsóknarskip kemur úr yfirstandandi svaðilför, sem snýst um að bíða endalaust í biðröð þangað til bíllinn kemst af inniskónum, með pizzu!

PS. Jú, það verður að viðurkennast, það er hryllilega gott að láta stjana við sig þegar mar er veikur. Ég bara man ekki til annarrar eins þjónustu þannig að ég kann ekki að ætlast til hennar. Líklega eins gott að þeir yfirgefa mig á morgun. Annars gæti ég vanist þessu og gert mér upp samfleytta flensu næstu 10 árin.

Að gefnu tilefni er lag daxins söngur Kapítólu Karlsdóttur úr Jólaævintýri Hugleix, en þar kemur einmitt, margendurtekin, línan:
"Ég á svo góðan mann."
(Í laginu sem hann Snæbjörn samdi upp í konuna sína. Tilviljun?)

6 ummæli:

Gadfly sagði...

Arg. Jurtaseyði er fínt svo langt sem það nær en ef horið og slefið er þegar búið að gera sér ból í musteri sálar þinnar, mæli ég með parkdódín forté, norskum brjóstdropum og öðru almennilegu dópi.

Nafnlaus sagði...

ég sver að ég fattaði ekki að hún var konan mín fyrr en eftir á....

Sigga Lára sagði...

Hihi, þetta segja þeir allir.

Ásta sagði...

Hana. Þarna baðaðist skjárinn minn fersku dæet-Pepsí...

:D

fangor sagði...

tjá samnorn eva. ef maður mætti nú taka eitthvurt alvöru dóp í ástandinu. þá væri maður kannski ekki 3 vikur að ná úr ´ser helvítis horinu. *snýt*
þú átt alla mína samúð sigríur mín, ég skal líta við hjá þér seinnipart og hita handa þér hreinsikvefsúpu ef þér hugnast slíkt

Sigga Lára sagði...

Það skaltu algjörlega forðast, mín kæra. Ég veit ekki hvort þetta er sama flensa og þú varst með um daginn, og við megum alls ekki við meira kvefi í Tomma litla.

Held ég komi ekki neitt nálægt leikhópnum fyrr en öll mín tilvera hefur verið sótthreinsuð.