1.11.05

Heimsyfirráð og dauði

Flotinn er að leggja af stað norður á bóginn svo ég verð heilt alein heima fram á sunnudag. Er hins vegar búin að finna ýmsar aferðir til að stjórna heiminum af sóttarsæng með aðstoð tölvu og síma. Birgðir eru allt um kring af snítupappír og kvefléttandi meðölum ýmis konar, svo sterkum sem ástandið leyfir, svo ég hef ekki huxað mér að láta væsa um mig, hvað sem það nú þýðir.

Annars er ég með hálfgerðu óráði, þannig að heimsyfirráð eru kannski ekkert svo svakalega góð hugmynd akkúrat núna. Búin að eiga heilmikil tölvupóstsamskipti út um allt, en er ekki alveg viss um hvað af þeim mig hefur dreymt. Held samt að ég hafi örugglega boðað æfingu á Bara innihaldið heima hjá mér í kvöld... vonandi.

Engin ummæli: