
Nú er liðið akkúrat 1 ár frá því að við Rannsóknarskip hófum samvistir. (Tæknilega séð var það reyndar einhvern tíma síðastliðna nótt sem einmitt ár var frá fyrstu samdráttum, á fylleríinu á Papaballinu.) Reyndar höfum við meirihluta þessa tíma átt í fjarskiptasambandi, að miklu leyti, en það kom nú ekki í veg fyrir að við leggðum í afkomanda. Geri aðrir betur.
Mánuðum saman höfum við spurt hvort annað: Hvað ættum við að gera þegar við eigum ammæli? En ekki höfum við nennt neitt að skipuleggja það. Þannig að sennilega verðum við bara venju fremur væmin og ástúðleg hvort við annað. Svo þarf ég nú bara að fara á stjórnarfund.
En það var sem sagt fyrir ári sem ég sat alveg skelþunn á haustfundi Bandalagsins á Hótel KEA á Akureyri og var að reyna að rita fundargerð. Eigandi kannski kærasta. Vitandi eiginlega ekki hvað sneri upp eða niður á neinu.

Þetta tripp niður minningastræti var í boði gagnagrunns Hugleix.
5 ummæli:
Einhversstaðar er nú til þessi líka himneska mynd af leiksviðskum samdráttum okkar upp og niður um lúgu. Ekki það að gúrkumyndin af ykkur Varríusi sé ekki ágæt.
Hihi, bílív it or nott, ég var að reyna að setja hana líka, en blogger vildi ekki leyfa mér að hafa fleiri en tvær myndir við færslu, ófétið af honum.
Hehe, snilldar myndir!
Og til lukku með árið :)
Ekki nóg með að þú værir að kyssa Sævar í gegnum gat á gólfinu, heldur endaði Rannsóknarskipið í fanginu á hinni vesturheimsku Unnigutt.
Eins gott að smábátnum svipar ekkert til hennar.
Fleiri myndir fleiri myndir ... jibbíkei. Ég meina, ég var hjúkka sem er algjört anti...
Og til hamingju með afmælið bæði tvö, þrjú og jafnvel bara öll fjögur.
Skrifa ummæli