15.10.05

Rökheimskan og pedófílarnir

Ég man ekki hvort ég var einhvern tíma búin að tjá mig hér um rökheimskurnar tvær sem mér þykja verstar af öllu. Vegna þess að þær eru iðulega brúkaðar til að afsaka skítshátt. Önnur þeirra er:

Aðrir eru verri.


Þetta brúka menn gjarnan til að afsaka svik sín og pretti, ofneyslu hvers sem er og stundum upp í fáránlegasta skítshátt og lögbrot. Samkvæmt þessari eilífu afsökun er til dæmis allt í lagi þó ég roti og ræni eina gamla konu, einhver annar hefur örugglega rænt tvær.

Mér datt þetta í hug í sambandi við ofanafflettingu af hryllilega fjölskylduníðingnum í Hafnarfirðinum. Maður vonar jú og ímyndar sér að kannski sjái einhverjir pedófílar að sér í allri umfjölluninni, eða verði hræddir við að upp komist, og snúi af villu síns vegar. Einhvern veginn.

Ofboðslega er ég nú samt hrædd um að einhverjir huxi sem svo:
"Qua? Ég misnota þó allavega bara eitt barn, og bara á fimmtudögum. Ég er greinilega næstum ekki að gera neitt, miðað við hann þennan!"

Ég er öll fyrir betrun hvers konar og að gefa ótrúlegustu skítmennum alla sjensa í heiminum. En pedófílum finnst mér eigi að útrýma. Hvernig sem farið er að því. Ef hægt er að einangra pedófílagenið og bólusetja menn við því við fæðingu, þá er það fínt. Fram að þeim tíma þarf bara að...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já heyr heyr, sumum skítmennum er hægt að gefa sénsa, en aðra skítmenn á bara að plaffa niður.

Nafnlaus sagði...

En hvað með hina rökheimskuna?

Elísabet Katrín sagði...

Mikið rétt! Allir heimsins alkar þekkja a.m.k einn sem er miklu verri en þeir! Annars datt mér í hug, hvort ekki væri hægt að stofna sjóð og nota úr honum til að borga "handrukkurum" fyrir að "taka úr umferð" þessa viðbjóðslegu barnaníðinga!!!
Ég myndi frekar styrkja svoleiðis "batterý" en SÁÁ-i ;)

Gummi Erlings sagði...

Það var ein lögkona sem barðist mjög fyrir geldingu á svona óbótamönnum (man ekki nafnið í svipinn), styð slíkar ráðstafanir heilshugar.

Litla Skvís sagði...

Það er einmitt eitt í þessu sem að ég SKIL EKKI!
Það er eins og það ríki meiri samúð með þessum mönnum ef þeir hafa lent í því að vera misnotaðir sjálfir. Eins og það sé einhverskonar "afsökun" eða "réttlæting" á því að þeir haldi svo keðjunni áfram og eyðileggi næsta líf.

Einhvern veginn virkar þetta þannig í hausnum á mér að ef einhver hefur lent í þessari hræðilegu lífsreynslu, þá ætti hann/hún að hafa vit á því hvað þetta er ógeðslegt, skemmandi, hræðilegt og vont, og ætti því að VITA að svona gerir maður ekki og þar af leiðandi ekki taka upp þessa hegðun.

Æji ég veit ekki... maður þakkar eiginlega bara fyrir að skilja þetta ekki. Því að ekki vil ég vita hvernig það er að bera einhverskonar kynferðislegar langanir til barna.

Sigga Lára sagði...

Já, og í því samhengi má velta fyrir sér hvers vegna, þrátt fyrir að það líti út fyrir að mikill meirihluti misnotaðra barna séu stúlkur, þá séu gerendur nánast eingöngu karlmenn, og að nánast maður heyri eiginlega bara af karlmönnum sem hafa verið misnotaðir sem hafa farið orðið gerendur sjálfir, en konur virðast sýna allt önnur viðbrögð.

Damn. Stundum gengur eigin sálfræðiáhugi fram af sjálfri mér. Kannski eigum við Hugrún syss bara eftir að skipta á sléttu um starfsvettvang?

Spunkhildur sagði...

Sögning "að lóga" finnst mér eiga einkar vel við hérna...