10.11.05

Ehemm.

Heiðarleg tilraun til að vera aftur þátttakandi í mannheimum er í gangi. Er allavega í vinnunni. Reyndar meira af vilja en nokkru öðru og veit ekki alveg hvað ég er að gera hérna. En, eins og Gummi E sagði, nú er kominn tími til að plögga. Og þó miklu fyrr hefði verið.

Hugleikur verður með Þetta Mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld og hitt kvöldið. Húsið opnar í báðum tilfellum klukkan 21.30 og sýningar hefjast klukkan 22.00.

Og svo fer að styttast í frumsýningu á Jólaævintýri Hugleix. Það frumsýnist í Tjarnarbíó um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 19. nóvember klukkan 20.00. Dagbók verkefnisins má lesa hér og miðapantanir á báða viðburði má fremja hér:


3 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Ég verð bara að sjá Jólaævintýrið! Verð! Er það barnvænt? Eða bara fyrir fullorðna?

Sigga Lára sagði...

Það er barnvænt. :-)

Litla Skvís sagði...

Geggjað! Þá get ég tekið Sumarrósina með!