24.11.05

..liggur þar og á svo bágt

Uhu...
Held ég hafi sjaldan vorkennt sjálfri mér jafn svakalega og akkúrat núna. Hef enda aldrei áður verið bandólétt og fengið tvær flensur alveg í röð. Eðlismunurinn á þeim er hins vegar sá að þessi er nú meira krassandi. Meira hor og svona. (Tengist kannski öllum hor-mónunum?) En Pollýannan í mér kýs að trúa því að það geri það að verkum að hún taki fljótar af.

Þegar Rannsóknarskip má vera að hefur hann ofan af fyrir mér með afmælisgjöfinni sem ég gaf honum, það var allt X-Files eins og það leggur sig. Og mikil gleði með það. (Alveg óvart, í leiðinni, eignuðumst við líka allan Angel. Líka mikil gleði.)
Amazon er mjööög hættulegur staður.

Og svo fórum við aðeins á námskeið í gær. Það var... ja... kannski fróðlegt? En það var ekki svona fyndið námskeið með hofgyðju og steinþrykksglærum eins og Björn M fór á. Heldur með nýmóðins ljósmóður og power-point-showi. Hún sagði ýmislegt spaklegt... kannski ekki margt sem maður vissi ekki fyrir, en skýrði þó nokkur smáatriði. Svo æfðum við okkur að anda, og ég komst að því að eftir 15 ár af leiklistarnámskeiðum og þindaröndunarpredikunum er mér alveg lífsins ómögulegt að anda grunnt.

Og einu sinni enn komst ég að því að kjaftæði um "kraftaverkið fæðinguna" og að eftir hana fái maður "bestu verðlaun í heimi" og tilfinninga-hvað ha, gerir ekkert fyrir mig. Ég efast ekki um að það er gasalegt "kraftaverk" og voðalega gaman að vera búinn að eignast barnið, en ég held að það sé nú bara svona eins og brandarar sem ekki er hægt að endursegja. Maður þarf að hafa verið á staðnum. Og þetta kraftaverkakjaftæði hughreystir mig nú bara ekki baun þegar kemur að því að búa sig undir að koma hlut á stærð við hangikjötslæri út um leggöngin á sér.

Það mest hughreystandi sem ég hef heyrt kom frá Svandísi. Hún sagði að þetta væri eins og að skíta. Það finnst mér bæði fyndið og uppörvandi, þar sem ég kann það alveg.

Jæja, best að taka pínu til áður en húseigendur brenna í hlað.

12 ummæli:

Varríus sagði...

Og sennilega er það kraftaverka stærst - að geta skitið.

Illa væri komið fyrir oss annars.

Litla Skvís sagði...

Já, þetta er eiginlega alveg eins og að skíta, bara hitt gatið ;o)
Þú notar amk sömu vöðvana í þetta ferli.

Sigga Lára sagði...

Þannig að, besti undirbúningur fyrir fæðingar sem maður getur fengið er öflugt harðlífi?

Spunkhildur sagði...

Þetta er alltsaman venjulegt. Það er nú heila málið. Það er voða lítið ljóðrænt þarna á ferðinni. Mér fannst þetta mest eins og túrverkir og ég kann ekkert að anda enn þann dag í dag. Svo hjálpi mér Gvuð. En það var gott að vera ekki lengur óléttur á eftir. Það má nú segja.

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Ég er búin að gleyma hvernig er að vera ekki óléttur...

Nafnlaus sagði...

Páskahérar
Páskaegg
Páskahor!
Móna

Þetta er sennilega skásta auglýsing sem ég hef búið til í dag. Og jólalegasta. Mikið grænt í henni.

Litla Skvís sagði...

Jább eiginlega.
Kröftugir túrverkir = hríðar
Harðlífi = rembingurinn

Nafnlaus sagði...

Þetta ER einmitt nákvæmlega eins og að kúka.... hangikjötslæri...út um leggöngin...
Breiða endanum á undan!!
Oj. Geri það ALDREI aftur!

Nafnlaus sagði...

Og það glórulausasta er að maður getur lent í því að kúka á sama tíma !

En fæðingin sjálf er ekkert mál. Hún tekur "stuttan" tíma, og þá hefur maður fullvissu um að þetta sé nú að vera búið. Það er aðdragandin sem er verri. Hann getur dregist úr hömlu og engin leið að vita hvort það eru 5 mínútur eða 5 klukkutímar eftir.
Eldey skutlaði ég út á 8 tímum sléttum - svona svipað og einn vinnudagur og myndi ógjarnan vilja ganga í gegn um það aftur.
Heklu og Kötlu skutlaði ég út á tveimur og hálfum (þar af fór hálftími í bið) og ég væri algjörlega til í að gera það aftur - aðalmóment lífs míns, ekki spurning.

Þetta er langloka dagsins.

Nafnlaus sagði...

já, eins og að skíta... melónu!

Nafnlaus sagði...

Það er ekki laust við að þessi kommentaþráður veiti greinargóða innsýn í reynsluheim sem ég tel frekar ólíklegt að ég eigi nokkurn tíman eftir að upplifa á eigin skinni (eða væri kannski réttara að segja "eigin leggöngum"?).

Batni þér vel af flensunni.

Nafnlaus sagði...

Göngum göngum ...