14.12.05

Fréttir af fjölskyldunni

Mikið snilldar uppeldisráð eru þessir jólasveinar. Smábátur gengur um þessa dagana gjörsamlega eins og hugur manns og önnur eins hlýðni, kurteisi og greiðvikni hefur nú bara ekki sést. Ekki síst þegar kemur að háttatímum. Jahér.

Rannsóknaskip (sem er ævinlega eins og hugur manns, allavega minn) dreymdi hins vegarí nótt að hann væri handtekinn fyrir sauðaþjófnað og þyrfti að borga 10 milljónir í sektir og fara í fangelsi. Það hlýtur að vera fyrir arfagóðu.

Sjálf er ég endanlega hætt að geta hreyft mig baun og er voða illt þar sem lappirnar væru teknar af mér, ef ég væri barbí. Þannig að ég ligg bara og hlusta á appelsínuhúðirnar vaxa á meðan ég er að skrifa texta á gamlan klassíker.

Og Kafbátur vex og vex. Er komin með alvarlega innilokunarkennd fyrir hans hönd að þurfa alltaf að vera svona allur samankrumpaður.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þótt ég viðurkenni auðvitað aldrei að hafa nokkurntíman leikið mér með barbí skildi ég strax og upp á hár hvað þú átt við.

Gott að vita að þér bregst ekki orðsnilldin þótt kafbátsburðurinn sé að sliga þig.

Stuðkveðjur frá Köben.

Varríus sagði...

Mig grunar að hér sé komin skilgreining á Grindverk sem ætti að nýtast öllum heilbrigðisstarfsmönnum við greiningu á ástandinu. Einföld spurning sem allir skilja og sker endanlega úr um hvort viðkomandi er Grindkvalinn eða bara nýkominn úr ströngum útreiðartúr.

Varríus sagði...

Já og svo þykir mjög jólalegt að stinga negulnöglum í appelsínu(húð).

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sein að fatta. Ég var einmitt NÚNA fyrst að fatta þetta með GRINDVERK!!! Þessvegna fyrirgefurðu mér þó ég fatti ekki þetta með Barbie. Enda hefur aldrei verið neitt líkt með mér og barbie nema fótastærðin svo og skálastærðin í hlutföllum við annað (var það amk í eina tíð) svo að það er ekki von....

Nafnlaus sagði...

Uppeldisráð? Hvað meinarðu? Ertu að segja mér að ... ??? Getur það verið? Bíddu aðeins .... HEEEERBOOOORG!!! Geturðu aðeins komið og talað við mig!!!



P.S. Smá orðsifj. Orðið jólahúð er vel þekkt, allt síðan að Frosti Friðriksson tók sér það í munn á Copy Aid tónleikum í Mosó um árið. Var að reyna að lýsa hvernig sér liði í þessum notalega jólaanda. Svipað gæsahúð ... en bara jólahúð. Ég hélt reyndar fyrst að það væri þá jafnvel skyldara rjúpnahúð ... en komst svo að hinu sanna þegar Varríus datt niður á þessa orðskýringu á göturölti okkar í Þýskalandi að vorlagi. Að jólahúð hlyti sumsé að vera appelsínuhúð með negulnöglum.

Gadfly sagði...

Við þekkjum öll hina táknrænu merkingu þess að eltast við lambaket. Algengt er að draumatákn standi fyrir andstæðu sína. Fangelsi er þannig fyrir frelsun.

Draumur Árna um handtöku vegna sauðaþjófnaðar (ekki lambaþjófnaðar eða ærþjófnaðar) merkir því að hann muni sökkva sér í sódómí en snúast svo til kærleikakriss og frelsast eftir 10 vikna afhommunarnámskeið hjá Gunnari í Krossinum.