13.12.05

Jólaævintýrið

er að verða hið umfjallaðasta. Umfjall í Víðsjá í gær. Atriði í Stundinni okkar í fyrradag. Og síðan sérstakt gagg um hljómdiskinn með tónlistinni í Mogga daxins. (Þar sem var m.a. fyndin útlagning á trixi sem við brúkuðum eiginlega af illri nauðsyn til að láta Ebenezer sofa heilan dag, þar sem Íslendingar hefja ekki jólahald að morgni. Sniðugt.) Og svo verður eitthvað í Kastljósinu einhvern tíma fyrir jól.

Svo hafa menn víst eitthvað verið að láta orðbragð í sýningunni fara í siðferðið á sér. Þar sem sýningin er jú auglýst "fyrir alla fjölskylduna". En ég tek alveg á mig fullt af sök á því. Finnst miklvægt uppeldismál að kenna börnum að kjarngott alþýðublót, eins og horngrýtis, húmbúkk og skrattans, ef það heldur þeim þá frá enskuslettunum fokk og sjitt sem tröllríða málheimum þessa áratugina.

En það er víst ekki seinna vænna að hverja menn til að drífa sig. 4 sýningar eftir. 17., 18., 29., og 30. des. Allar kl. 20.00 í Tjarnarbíó. Miðapantanir hér.

4 ummæli:

Ásta sagði...

Heyr heyr

Auður sagði...

Ég yrði mikið fegin ef sonur minn myndi gera það að venju að hrópa "horngrýtis, húmbúkk og skrattans" þegar honum rennur í skap (svona 10 sinnum á dag). Miklu kraftmeira og skemmtilegra en linkuleg óyrðin sem ég óttast að hann læri af mér...

Ásta sagði...

Bóna stöngina, gera gagn á hnjánum, vita hvar góða stöffið er geymt og fá sér á broddinn.

Hana - allt "klám" úr sýningunni í einni handhægri setningu.

Nafnlaus sagði...

Bölv og ragn á kjarngóðri íslensku er nú bara skemmtilegt. En þetta örstutta innlegg Móra, sem Ásta hefur dregið saman svona snöfurmannlega, dugði alveg til að láta mig fá bjánahroll. Er þó ekki pempía, bara neðanbeltisóþolinn með afbrigðum.
Svo hélt maður bara áfram að skemmta sér.