11.12.05

Snarheilagt

Fórum í messu á þessum þriðja sunnudegi í aðventu, aðallega til að hlusta á Smábát lesa jólaguðspjallið í helgileik. Það gerði hann með miklum sóma, og nú eru að sjálfsögðu uppi mikil áform um að gera úr honum prest. Við sama tækifæri sáum við sr. Hjálmar sýna einstaka rósemi við að hafa stjórn á kirkjugestum og þátttakendur í prógrammi daxins, en meðalaldurinn var trúlega einhversstaðar fyrir neðan 10 ár, á meðan hann skírði einn Bárð. Varð huxað til bróður míns sem ungur afneitaði því auknefni sínu, og glotti að kvikindisskap foreldranna að ætla ekki einu sinni að gefa barninu séns á að brúka eitthvað annað.

Annars veit ég ekki hvernig nafngiftir á Kafbát enda eiginlega. Faðir hans neitar gjörsamlega að tjá sig um slíkt af alvöru, og það síðasta sem ég heyrði var annað hvort Jón Múli eða Gabríel Daníel.

Svo var fæðingardagurinn 28. des. að gerast snöggtum líklegri. Það verða allavega átök á heimilinu ef marka má fótboltadaxkrána.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss þessi grindverkur hlýtur að vera að gera þig sjóðandi vitlausa. Iss bara, vonum að þetta taki fljótt af.
Verð að segja að orðið Legsúrnun er með því skemmtilegra sem ég hef heyrt í áraraðir.
Bestu kveðjur frá Meximieux í Frakklandi, Lilja og grísirnir

Sigga Lára sagði...

Talandi um fyndin orð. Mexímju? Siiiríuslí. Það verður nú ekki logið á þessa þjóð.

Nafnlaus sagði...

Segi og skrifa 1. jan. Strákur held ég. Heitir annað hvort Einþáttungur eða Nýburi. Kannski eitthvað annað þegar á líður.

Nafnlaus sagði...

Álfur Árnason. Og af því Sglára er svo mikill höfundur, gætu þau mæðginin saman verið Höf. og Álfur.

Og þegar kliptt verður á nabbblastrenginn verður m.a.s. sungið: Þótt Höf. og Álfur skilji(st) að.

Varríus sagði...

Þó svo þetta sé ekkert endilega vond hugmynd hjá Sævari (þó hún sé það nú reyndar) þá er ég bara í prinsippinu á móti því að tillögur hans að nöfnum á börn séu teknar til greina.

Toggi langrækni

Gadfly sagði...

Engilbjartur Geisli, ekki spurning.

Gummi Erlings sagði...

Sting upp á Jobba Daltón, svona til að halda sig við bifflíunöfnin. Og lætur bíða eftir sér, segi og skrifa 12. jan.

Nafnlaus sagði...

Elsku Siggalára mín og Árni minn, viljiði vera svo væn að láta barnið, hvort heldur son eða dóttur, heita Þorgeir Ármann. Toggi er alltaf að verða biturri og reiðari og Ármann kemur ekki upp orði og það eru bráðum jól - ég veit þið skiljið mig. Svo spái ég því að barnið fæðist 9. janúar þvi þá verður þversumma fæðingardags 9 - sem er atriði. Annars þarftu að fæða 26. des. sem er ekkert gaman út af afmælisgjafadæminu, og ekki ætla ég þér að lafa á hjörunum fram að 18. jan.

Sigga Lára sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Það er rétt. Þetta var afleit hugmynd. Enda meira gisk en hugmynd. Líka vont sem slíkt.

Abbabbabb! Ef það á nú að fara að skíra annarra manna börn en mín Þorgeir Ármann, þá hlýt ég að gera þá kröfu að það fái að heita Ármann Sævar Þorgeir Árnason. Jafnvel Ármann Sævar Og Þorgeir Árnason? Eða jafnvel Þeir Ármann Sævar Og Þorgeir Árnason. Eða bara Þeir. Kannski frekar með ufsiloni? Þeyr? Þeyr Þrír Árnason. Bæði nöfnin beygjast eins og Freyr og Snær. Þeyr Þrír um Þey Þrí frá Þey Þrí til Þeys Þrís.

Þetta var nú síst betri hugmynd.
Sæbbi langsóttargemsi