12.3.06

6 vikna

Í gær varð Freigátan 6 vikna. Í tilefni þess var hún sett í heimaheklaðan, líklega fertugan kjól að austan. Svo tókum við myndir, fyrir ömmuna:


Fyrirsætubros.


Aðallega mynd af kjólnum góða.


Sætur svipur, en kjóllinn orðinn dáldið krumpaður.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó mikið svakalega er maður mikið krútt! Og voðalega lík mömmu sinni, það sést langar leiðir!

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meiri fegurðardísin og mjög skemmtilega blönduð, lík þér á sumum myndum og Árna á öðrum! Og ég er líka alveg með þetta á hreinu með arfinn á málbeininu og ..... Ef hún er orðin altalandi og notar það, þá er hún örugglega að austan, ekki spurning!

Þórunn Gréta sagði...

Krútt!!! Gangi þér vel á veiðunum.

Litla Skvís sagði...

Haha, skemmtilegur grallarasvipurinn á henni! Rosalega er hún lík þér!
Mig langar í barn sem að er líkt mér! Báðar stelpurnar mínar líkjast feðrum sínum. Reyndar segja margir að Sumarrós sé farin að líkjast mér meira og meira.

Gadfly sagði...

Það eru til myndir af mér í alveg eins kjól. Ekki get ég séð hverjum börn líkjast á þessum aldri en hún er allavega voða brosmild.

Spunkhildur sagði...

Hún er fullkomin. Það gætu sést einhverjir Árnasvipir á henni en hún er eiginlega samt alveg eins og þú. Svo er nú líka svo mikill hjónasvipur á ykkur Árna, ekki satt?

Ásta sagði...

Það má vera að Árni eigi nokkra dropa í henni en mér sýnist hún nú vera farin að kippa meira og meira í móðurkynið. Og er það ekki leiðum að líkjast.

Varríus sagði...

Best of both:

ef hún talar jafn mikið og móðurkynið, en með norðlenskum framburði að hætti Brekkubúa.

Ekkert austfirskt sgguqu!*









*flámæli á bloggísku

Hugrún sagði...

Pant fá mynd í ramma við tækifæri