29.3.06

Niðurtalning 2

Fyrir jól skrifuðum við Rannsóknarskip lannngan lista. Á honum stóð allt sem við ætluðum að gera fyrir jól. Nú er búið að skrifa annan. Hann er yfir allt sem á að gera fram að skírn. Hann er nokkuð styttri, en sumt er það sama og var á jólalistanum. Einhverra hluta vegna...

Fór í sjónpróf í dag og keypti mér ný gleraugu. Það kostaði grilljón. Svo pöntuðum við myndatöku fyrir Freigátuna og flotann allan. Það kostaði aðra grilljón. Þar með er ég búin að eyða tveimur grilljónum í dag. Sjitt.

Svo erum við að reyna að vera ekki lengur eins og væt trasj um svefnhefbergisgluggana. Það er í þróun, sem er reyndar í pásu á meðan Rannsóknarskip rífur hár sitt og skegg yfir skattframtalinu sínu.

Og ég er nú bara með hausverk. Geeeisp. Fer ekki Dr. Phil að byrja?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spnnandi að fylgjast með svona undirbúningi skírnarveislu. Hef sjálf aldrei haldið slíka. Ekki nennt því. Ja.. jú, það má kannski kalla það veislu þegar Baldur Hrafn var skíður þá va´r ég með svo mikið af gestum því að þá voru páskar og ég eldaði engiferrækjur og habbði hvítvín með. Bauð meira að segja prestinum og allt!!
Endilega seggðu mér meira af undirbúningnum. Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Svo fermi ég líka eftir tvö ár.....

frizbee sagði...

sjonprof + ny gler + 6 manada linsur = 9000 kall :)

gaman i Eistlandi!!!

Sigga Lára sagði...

Já... ég man... keypti mér óstjórnlega fagran kjól á 500 kall í Tartu. *andvarp*