1.4.06

Skírn eftir viku

Minni á partíið eftir viku. Þá, þann 8.apríl, á að skíra Freigátuna í dómkirkjunni kl. 15.00. Að athöfn lokinni verða bornar fram veitingar á heimili okkar að Tryggvagötu 4, Imbu-skjálf.

Ég var búin að lýsa því yfir að þetta yrði alltsaman óformlegt. Það þýðir hins vegar alls ekki fámennt. Það þýðir bara að ég nenni ekki að bjóða formlega. Við viljum endilega sjá sem flesta, ættingja, vini, kunningja, leikfélaga og bara alla sem langar og nenna og verða ekki of þunnir.

Og menn skulu ekki vera að mæta færandi hendi með neitt gjafkyns nema þeir endilega vilji. Freigátan er vel birg af veraldlegum eigum hverskonar.

Flotinn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu kannski að fara að gipta þig líka Sigga mín???
Þá kæmi ég sko POTTÞÉTT!!!!

Siggadis sagði...

Ohhh... ég trúi ekki að þú gerir okkur stelpunum það að gifta þig ÁN þess að við hefðum tækifæri til að gæsa þig stelpa! Annars verðum að í sumarbústað með únglíngunum svo við komumst ekki... eins gott að þú sért ekki að fara að segja the big Yes :P ... Annars bara góða skemmtun og hlakka til að heyra hvaða nafngift stúlkan fær :-)

Berglind Rós sagði...

Ég ætla að koma og jafnvel með stelpuskott með mér. Skil kallinn eftir heima að passa hundinn :-Þ

Sigga Lára sagði...

Tjah, nú þykja mér menn vera farnir að giska stórt. Menn verða náttlega bara að spyrja sig, væri það líkt okkur hjónunum að fara að gipta okkur, svona eins og skrattinn úr sauðaleggnum?

Svari svo hver fyrir sig og mæti svo á laugardaginn til að gá. Aldrei að vita af hverju menn missa ;-)

Nafnlaus sagði...

Svona séð úr fjarlægð frá úglandinu þykir oss þú a.m.k. harðgift í eigins huga þar sem þú vitnar ítrekað í ykkur skötuhjúin sem "okkur hjónin". (Sbr. t.d. hér fyrir ofan.)

Hvað sem ber nú að lesa út úr því...

Sigga Lára sagði...

Kræst. Það er rétt! Og ég fatta þetta ekki einusinni. Ætli við höfum kannski gift okkur einhverntíma í svefni?

En, nei, við erum víst bara trúlofuð. Eftir því sem ég best veit.