10.3.06

Stræk

Komin í verkfall a la Lennon og Ono. Ætla ekki frammúr rúminu fyrr en ég er búin að ná mér í karlmann. Til að leika í einþáttungnum mínum. Reyndar náttlega smá séns að þá þurfi ég að liggja hér alla helgina, en það er ekki verra. Fyrsta konan sem ég spurði sagði já, og nú er ég að bíða eftir hvort ég hef haft erindi í fyrsta símtali báðumegin! (Og nú öfunda mig sjálfsagt nokkrir.)

Átti annars gott spjall við dóttur mína í morgun. Hún sagði agú og ónei og fleira spaklegt. Getur ekki beðið eftir að læra að tala, en þá ætlar hún ekki að samkjafta. Virðist sumsé ætla að hafa málbeinið frekar frá Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð en Brekku í Eyjafirði. Fyrir þá sem vita hvað það þýðir... sem er sennilega enginn nema ég.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú og ég!

Ásta sagði...

Ég þarf nú að fara að heilsa upp á dóttur þína. Hún er bara gerðist altalandi síðan ég sá hana síðast!

Bára sagði...

Ég veit líka. Og vona eiginlega að hún verði einhversstaðar mitt á milli hvað kjaftagang varðar. Þá er hún venjuleg.