9.3.06

Val- og Verk-

Er haldin val- og verkkvíða. Ætla að leikstýra þætti sem á að frumsýna eftir hálfan mánuð sléttan. Er ekki farin að hringja í huxanlega leikara. Hvers vegna? Tja... góð spurning. Rannsóknarskip er með styttri þátt en ég, er búinn að finna sér leikara og gera æfingaplan, bæði með hvar og klukkan hvað allar æfingar eiga að vera!

(Afsaka það með því að hann sé nú bara með einn leikara... ég er með heila TVO.)

Nei, ég veit ekki alveg hvað ég er að hanga með þetta. Þetta er ekki flókið verkefni. Bara hringja í fólk og spurja: Hurru, viltu leika?
Og vonandi segja allavega einhverjir tveir: Já.

Vona að ég geri þetta í dag. Jájá.

4 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Iss, tvo. Ég er sko með fimm. Og ekki spyrja hvernig gengur. Blogger segir svumq! Held ég sé sammála.

Spunkhildur sagði...

Menningarhvel heilans er eins og skorpin rúsína. Ef þú lætur verða af þessu verki skal ég koma og horfa á það. Meira að segja þó ég þurfi að borga þúsundkall fyrir það...

-hocqzqv, sagði blogger minn.

Ég held að það sé hósti.

Nafnlaus sagði...

Vorkenni ykkur ekki neitt. Hverjum dettur í hug að leikstýra þætti með fimm leikurum? Hnuff! Mig vantar báða leikarana, og er enn djúpt sokkinn í höfnunartilfinningu eftir að draumaleikkonan hafnaði mér. Ó, ég á svo bágt...

Nafnlaus sagði...

Vá þetta minnir mig á að ég er óvirk draumaleikkona...