4.5.06

Plögg/skipulag

Það er annríki framundan.

Föstudagur 5. (á morgun): Margt smátt í Borgarleikhúsinu kl. 19.00.
(Þar sem ég þarf að vera með Freigátuna, einhvern veginn, þar sem Skip og Bátur verða farnir norður yfir helgina. Það er alveg nokkur ný level af skeríi sem ég er að upplifa við tilhuxunina að þurfa að vera með þriggja mánaða barn á stað þar sem má ekki heyrast neitt í því.)

Laugardagur 6. -sunnudagur 7.: Bandalaxþing úti á Seltjarnarnesi. (Í félaxheimilinu. *fliss*)
(Þar ætlum við Freigáta líka að vera. Ef einhver kann gott ráð til að láta smábörn hvorki heyrast né sjást má hann gjarnan láta mig vita. Geng ekki með neinar ranghugmyndir um að barnið mitt hafi leyfi til að trufla af því að það sé svo sætt. Myndi ekki hafa hana með mér ef Rannsóknarskip væri í bænum eða að ég væri ekki eini maturinn hennar.)

Sunnudagur 7.: Lokasýning á Systrum í Möguleikhúsinu. Reyndar skilst mér að það sé orðið uppselt, eða alveg að verða, þannig að þeir sem ætla þurfa aldeilis að drífa sig að panta. (Ég ætla að vera það, Freigátulaus.)

Þriðjudagur 9. og fimmtudagur 11.: Hugleikur með tónlistardaxkrá í Þjóðleikhúskjallaranum.

Föstudagur 12.: Aðalfundur Hugleix.

Húff. Ég verð svaka fegin þegar næsta vika verður búin.

Freigátan fór til læknis í dag og fékk sprautu og fór ekki að grenja eða neitt. En nú er hún með smá hita og ég er með smá ofurmæðrunarveiki. Ætla samt að hætta á að fara í burtu í hálftíma og hafa oggulitla æfingu á Kratavari.

1 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Nei, ég huxa að nokkur á svipuðum aldri eða yngri hafi verið þar. Og með tilkomu babymonitora þarf ekki lengur að hafa vagninn beint fyrir utan gluggann!