26.7.06

Eintönn, tvítönn...

Góðir hálsar, þá fannst lox eins og eitt kortér sem ég nenni eyða í internetið. Annars er bara búin að vera ýmist gargandi blíða eða brjálað að gera, nema hvorutveggja c.

Um síðustu helgi var hér fjölmargt um manninn, slatti af flotanum mætti og Gummi E og sonur, alveg á sama tíma, fyrir helbera tilviljun. Var þá glatt á hjalla, eitthvað af gestunum tjaldaði í garðinum, eins og var jafnan gert í gestaflóði þegar ég var lítil. Þeir feðgar stoppuðu nú bara rétt nóttina en meða flotahlutann fórum við bæði á Kárahnjúka og Seyðisfjörð. Sáum enga mótmælendur, en slatta af unglingadrykkju undir yfirskyni Listahátíðar. (Vildi að við hefðum haft svona góða afsökun á mínum unglingadrykkjuárum.)

Í vikunni hefur það síðan helst borið til tíðinda að Rannsóknarskip hefur átt annríkt, en ég hef sloppið með vísakortið á útsölur. Ég hef sparað heil ósköp á því að eyða peningum...

Og svo er Freygátan Eintönn á hraðri leið að verða tvítennt.

Og við erum að hamast við að klára heimsóknirnar, vorum úti í sveit í dag. En þetta fer nú allt að klárast.

Já, og eina hoppurólan á Austurlandi fannst. Á Borgarfirði Eystri. Verður sótt á laugardag í leiðinni á tónleika.

Og í lokin, ein tískumynd:


Fötin úr Kuffilaginu, höfuðbúnaður úr Okkarámilli, fyrirsætan úr smiðju Flotans

(Þurfti að eyða einni mynd úr síðustu færslu til þess að Internet Explorer höndlaði þessa. Þetta sprengdi víst krúttmörkin á honum þannig að hann neitaði að birta þessa færslu fyrr. Annars eiga þeir sem brúka þann fjára náttlega bara að skammast sín...)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeminn hvað maður er sætur!

Svandís sagði...

Já, hún er algjör fegurðardís. Krúttbolla :)