Keypti mér fat í kínversku búðinni í gær. Hefur langað til þess lengi. Vissi bara ekki hvernig mér færi að vera kínversk. Í ljós kom, bara alveg ágætlega. Er að huxa um að kaupa mér kjól í kínversku búðinni áður en næst verður frumsýnt leikrit eftir mig í fullri lengd. (Semsagt, bæði. Kjólinn og leikritið. Í fullri lengd.)
Og er ég með almennt fatakast. Mig langar í fleiri föt. Nenni samt eiginlega aldrei að kaupa mér neitt vegna þess að ég er alltaf að mjókka. Og svo eru líka alltaf öll fötin sem ég er í bara með hjólasvita eða barnagubbi á, alltaf, og þá er náttlega lítill tilgangur með því að vera í eitthvað fínum fötum. Vandlifað.
Og svo langar mig að skrifa margt. Þarf að gera einn einþáttung betur. Gera líka kannski tvö leikrit betur, sem ég er reyndar eiginlega búin að missa áhugann fyrir. Svo langar mig að skrifa óperu. En ég veit ekki um hvað. Og svo má ég náttlega ekkert vera að því að gera neitt af þessu. Úff. Bestaðfaraðvinna.
Og svo er námskeið hjá Gunnari Hersveini á Endurmenntunarstofnun 23. okt til 30. nóv. Mikið væri nú skemmtilegt að skella sér á það. Athuga hvort heimspekin hann Gunnars er jafn fádæma gagnleg og mann minnir. Spurning hvort þetta væri ekki tilvalið fyrir mæður í fæðingarorlofi líka? Berglind?
22.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli