Mar veit nú bara ekki hvar skal byrja. Þessa dagana er ég mikið að skoða krúttmyndir af nýfæddum afkomendum vinkvenna minna á veraldarvefnum. Það er gaman og þetta eru óskaplega sætir strákar.
Ég gerði þau mistök að fara aðeins út úr húsi eftir flugeldaasýningu á menningarnótt. Fékk menningarsjokk og fór beint heim aftur. Sá fullt fólk með ólæti innan um skíthrædd smábörn auk heils hellings af unglingadrykkju. Er algjörlega sammála Geirjóni. Menningar"nótt", sem ætti reyndar að heita Menningardagur, ætti að vera á sunnudegi. Íslendingar geta nefnilega ekki veriða menningarlegir á nóttunni. Bara fullir. Og mér finnst að börn undir 10 ára aldri eigi ekki undir neinum kringumstæðum að vera að þvælast niðri í bæ fram undir miðnætti þegar annarhver maður er dottinn íða. Þó það sé flugeldasýning.
Svo höfundafundaði Hugleikur. Þar kenndi ýmissa grasa. M.a. var jómfrúarstykki Rannsóknarskips lesið og gerði það mikla lukku. Svo eru allir svo mikið að skrifa og skrifa og vinna og vinna að ég held að nú þurfi höfundafundir að fara að gerast kannski bara svona hálfsmánaðarlega, af því að það er svo gaman.
Svo er Smábátur að byrja í skólanum á morgun þannig að sumarið er bara allt í einu búið!
21.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
En hvað er íslensk menning? Er það ekki einmitt blindafyllerí þar sem allir taka misvirkan þátt. Sbr. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Skrifa ummæli