Erum komin heim. Komum að heimilinu hreinna en þegar við skildum við það þar sem leigjandinn okkar hann Aðalbjörnsfrændi er ljóslega mikill snyrtipinni. En að sjálfsögðu erum við búin að gera heimilið okkar aftur með því að dreifa tösum og drasli um alla íbúð. Og svo er bara brjáluð blíða og ég nenni eiginlega bara ekkert að pakka upp í dag. Langar bara í labbitúr niðrí bæ, á Bandalagið, Nornabúðina og svona.
Við vorum öll rugluð í nótt. Freigáta vaknaði eitthvað og var alveg rugluð og vissi ekkert hvar hún var. Og í dag þurfum við líkleg að fjárfesta í hókuspókusstól, einntveirogmilljón.
Já, ætli töskurnar fái ekki bara að eiga sig fram undir jól.
1.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli