29.7.06

Bara stutt...

Héðan úr sólríki austursins er það helst að frétta að við erum orðin eins og gamlar leðurtöskur á litinn og erum að fara á Borgarfjörð í kvöld á tónleika með Emilíönu Torrini og Bell & Sebastian. Og að sækja ættar-hoppiróluna til frænku sem ég hef örugglega ekki séð síðan hún fermdist.

Freigátan varð hálfs árs í gær og við fórum með báðar Gyðurnar út að borða í tilefni þess. Svo fer að líða að því að við yfirgefum svæðið og skiljum Ömmu-Freigátu eftir alveg aaaaleina þar sem afinn er á Bifröst á námskeiði. (Gat hreint ekki lifað lengur án þess að kunna meira um skattamál... ég kem aldrei til með að skilja áhugasvið föður míns.)

Þannig að, á morgun verða bara lokaheimsóknir og niðurpakk, og á mánudag er ætlunin að bruna í bæinn og gá hvort frændi Aðalbjörns er nokkuð búinn að rústa pleisinu. Spænende.

Veit ekki hvort ég nenni að blogga fyrr en þar. Enda er helgi og mér sýnist næstum enginn lesa mig þá. Jeij!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hva, jújú.