Hvers vegna ætli lítil börn verði svona skelfing sæt á kvöldin? Það bregst ekki að þegar Freigátan er komin í náttgallan fær hún eplakinnar og soldið syfjuleg augu og verður svo mikil dúlla að það liggur við að maður tími ekki að setja hana í rúmið sitt. Og svo er hún orðin dæmalaust dugleg að sofna sjálf í rúminu sínu, þegar við loxins nenntum að láta hana grenja við það í tvö kvöld. Síðan hefur það bara verið málið. Og hún er líka hætt að vakna á nóttunni. Og alveg að verða hætt á brjósti. Svo nú get ég nú aldeilis farið að hrynja íða í tíma og ótíma... fram að næstu bökun.
Og nú er mikið að gera. Ég þarf að skrifa allskonar dót, flest fyrir 1. október. Vill til að mér finnst gaman að skrifa dót. Bara spurning um að finna sér tíma meðfram allri heilsuræktinni og uppeldinu.
Smábátur þarf að taka á honum stóra sínum þessa dagana. Mikið að gera í skólanum hjá honum auk þess sem hann er að læra á píanó og leika í einþáttungi. Og best að plögga það svolítið:
Frumraunir
Í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik, sem sýnt verður í Þjóðleikhúskjallaranum 3. og 5. október, fer fjölskyldan nefnilega ýmsar ótroðnar. Smábátur leikur sitt fyrsta hlutverk hjá Hugleik, í þættinum Pappírspési, höfundur og leikstjóri Unnur Gutt, og fyrsta höfundarverk Rannsóknarskips verður frumflutt í Leikstjórn Sigurðar H. Pálssonar.
Þessutan verður sýnt eitt verk eftir mig í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur og Rannsóknarskip leikstýrir þætti eftir Sigurð H. Pálsson. En að ég skrifi og hann leikstýru eru nú óld njús.
Og fyrst við erum að plögga:
Systur
Eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar
Verður tekið upp aftur í Möguleikhúsinu nú í haust. Frumsýning-seinni verður núna á sunnudagskvöldið. Alls verða sýndar fjórar sýningar, ein um hverja af næstu fjórum helgum. Mæli algjörlega með þessari sýningu, ætla sjálf að sjá hana aftur.
20.9.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hún er líka sæt á daginn. Vottað og staðfest af mér....
Skrifa ummæli