19.9.06
Sævar þjófbloggar:
"Ég sé að þetta er staðurinn þegar maður vill flikka upp á orðatiltækjasafnið sitt. „Að fara vestur úr því“ eða „alveg vestur úr því“ hef ég ekki heyrt fyrr. Það er snilld. Og nú kom eitt nýtt. „Að finna ekki í sér föstudaginn“. Mögulega var það ekki hugsað sem orðatiltæki heldur eðlileg lýsing á ástandi, en mér finnst að ætti að gera úr þessu orðatiltæki. Ég á bara eftir að finna einhverja góða merkingu nógu langt frá þeirri upphaflegu. Það mætti kannski starta samkeppni hér í athugasemdakerfinu? Hver er ykkar óskamerking á orðatiltækinu „Að finna ekki í sér föstudaginn?“
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Finn ekki í mér föstudaginn: Ætla sko ekki að fara í megrun!
Augljósa merkingin er auðvitað að finna ekki djammgírin og vera stökk í þriðja gírnum.
Að finna ekki í sér föstudaginn. vegna þess að vinnu er ekki lokið, þarf að vinna yfir helgina.
Að finna ekki í sér föstudaginn: að hanga heima hjá sér í aðgerðarleysi
Í víðari merkingu: að grípa ekki tækifærin sem bjóðast á lífsleiðinni
Að finna ekki í sér föstudaginn er að vera óþægilega meðvitaður um herðablöðin á sér.
Held að Ásta sé komin nálægt þessu. Held það megi orða þetta svona:
Reyndu nú að finna í þér föstudaginn > Vertu ekki svona andskoti leiðinlegur!
hrifnust af skýringu Hrefnu en las þetta samt uppstyttulaust sem skýringu 2.
Þetta liggur svo í augum uppi að tekur því varla að orða það. Þetta er auðvitað sértæk þýðing á latneska frasanum 'Carpe Diem' sem oftast er þýtt 'gríptu daginn'.
Nú, ef maður finnur ekki í sér föstudaginn getur maður auðvitað ekki gripið hann.
Skrifa ummæli