15.9.06

Lælælæ!

Fékk þessar þrumugóðu fréttir í morgun. Fór að hitta sjúkraþjálfuna mína fyrir vinnu í morgun, sökum þreytu á grindverkjum. Hún potaði slatta í mjaðmagrindina á mér og sagði að þvi loknu að þetta væri nú allt batnað, utan nokkurra hnúta í rassinum. Þá má laga með teygjuæfingum og sollis. Hún gaf mér prógramm. Sagði mér líka bara að halda áfram að hjóla og jóga eins og mest ég má. (Sem var nú gott. Var eiginlega farin að hafa áhyggjur af að hreyfiátakið hefði verið of mikið.) Má sumsé djöflast eins og mér sýnist, og bara því meira því betra ef ætlunin er að sleppa betur frá grindverknum í næstu óléttu. Sem má alveg gerast á næsta ári skv. hreyfihömlunarstigi. Svo píndi hún mig alveg í klessu, potaði í hnútana og setti stuttbylgjur í þá.

"Jibbíkóla!" huxaði ég og hjólaði fast og hratt á móti rokinu og rigningunni í vinnuna.

Er alveg hroðalega fegin. að vita loxins hvað er að ske. Menn eru búnir að vera að hræða mig með áralangri, og jafnvel ævilangri, baráttu við grindverkinn. Var þessvegna alveg óstjórnlega mikið létt þegar þessi huxanlegi lífstíðardómur breyttist í mánuð, og grænt ljós féxt á meiri barneignir strax á næsta ári ef þannig liggur á mér...

Einhverra hluta vegna finn ég samt ekki föstudaginn í mér í dag. Það getur vel verið að ég ruglist og mæti í vinnuna í fyrramálið...

2 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Gott að grindin er að komast í lag! Varðandi það hvort Íslendingar einir hafi haldið Magna í rockstar... sjáðu þetta: http://magnifans.jconserv.net/index.php
Híhíhí... Knús í kotið :)

Nafnlaus sagði...

Ég sé að þetta er staðurinn þegar maður vill flikka upp á orðatiltækjasafnið sitt. „Að fara vestur úr því“ eða „alveg vestur úr því“ hef ég ekki heyrt fyrr. Það er snilld. Og nú kom eitt nýtt. „Að finna ekki í sér föstudaginn“. Mögulega var það ekki hugsað sem orðatiltæki heldur eðlileg lýsing á ástandi, en mér finnst að ætti að gera úr þessu orðatiltæki. Ég á bara eftir að finna einhverja góða merkingu nógu langt frá þeirri upphaflegu. Það mætti kannski starta samkeppni hér í athugasemdakerfinu? Hver er ykkar óskamerking á orðatiltækinu „Að finna ekki í sér föstudaginn?“