23.9.06

Vissi það!

Auðvitað haut Ósóma að vera dauður. Mig fór strax að gruna þetta þegar uppgötvaður var ímyndaður hryðjuverkahópur í Bretlandi, í staðinn fyrir að myndband frá Ósóma kæmi lýðnum aftur í hræðslugírinn, þegar hann fór að slaka á um daginn. En hann dó ekki úr taugaveiki í Pakistan, heldur úr hjartaáfalli vegna offitu í kjallaranum á Hvíta húsinu þar sem hann hefur búið í vellystingum síðan nokkru fyrir 11. sept 2001.

Og fáráðinn sem fann upp á því að börn ættu alltaf að fá nammi á laugardögum ætti að skjóta á færi. Búið að afnema þennan háfvitalega sið hjá Smábáti og öðrum duggum verður ekki komið upp á þetta. Börn þurfa ekki nammi. Þau eiga heldur ekki skýlausan rétt á að fá nammi, hafa ekki gott af nammi og hafa ekkert slæmt af því að fá ekki nammi. Og mér er alveg sama hvernig þetta er hjá "öllum hinum í bekknum." Og hananú.

Nú ætlum við með alla fjölkylduna á Pizza Hut.

5 ummæli:

fangor sagði...

þar sem nammið kostar þrjúþúsundkall..?? :þ

Berglind Rós sagði...

Ó vá hvað ég er sammála þér, þoli ekki þennan helv... nammidag, það er allt í einu orðin heilög skylda að borða nammi á laugardögum >:-(

Spunkhildur sagði...

Þessi laugardags-venja er útaffyrirsig ágæt en hér í Breiðholtinu er sjoppa sem merkt er eftirfarandi slagorðum...
Allir dagar eru nammidagar!

Það finnst mér fyndið...

Nafnlaus sagði...

Nammi er gott....

Svandís sagði...

nammi namm