11.10.06

Hamingjan

Fyrir fimm árum síðan, í gær, var opnuð typpislaga verslanamiðstöð í Kópavoginum.
Þremur árum síðar felldum við Rannsóknarskip hugi saman, á Ákureyrinni.
Ári eftir það, fyrir ári og degi síðan, trúlofuðum við okkur, alveg óvænt, í miðjum Buffy-þætti (Buffy vs. Dracula, nánar tiltekið).
Tilviljun?

Í gær áttum við sumsé tveggja ára kærustuparsafmæli og einsárs trúlofunarafmæli. (Falla trúlofunarafmæli annars nokkuð út gildi þegar maður giftir sig?) Heldur varð nú samt lítið um dýrðir af því tilefni. Rannsóknarskip að drukkna í verkefnum, Freigátan í stanslitlu "uhu-uhu" kasti (tóxt meiraðsegja að láta Huggu uppáhaldsfrænku fá alveg nóg af sér, þá stuttu stund sem hún stoppaði hjá okkur) og allt var einhvernveginn á haus. Við réttsvo meikuðum að gúlla í okkur smá súkkulaði áður en ég fór að sofa og hann hélt áfram að vinna.

En, for ðe rekkord, þá erum við alltaf jafn hamingjusöm og finnst skemmtilegt að vera gift hvoru öðru. Og Freigátan er líka alltaf jafn fullkomin. Er bara að fá þrjár tennur í einu akkúrat þessa dagana.

Einar fréttir fékk í gær, alveg einstaklega góðar. Greiðslumatskjaftæðið hefur verið afnumið. Nú setur maður bara upplýsingar um hvaða tekjur maður þykist hafa, hvað maður þykist eiga, og svo framvegis, inn á þartilgerðan vef-útreikni hjá Íbúðalánasjóði, og þeir sjá um að tékka á því hvort maður er nokkuð mikið að ljúga. Í stað þess að maður þurfi að fara á allar skrifstofur í heimi og fá eitt blað á hverri. Og ef maður er svo vitlaus að vera að taka hærra lán en maður hefur efni á, nú þá verður íbúðarholan bara hirt af manni, seinna. Þetta er algjör snilld. Styttir ferlið að því að við nennum að fara að skoða íbúðir til muna.

Hefði nú verið kúl ef við hefðum keypt okkur fyrstu íbúðina okkar á saman-trúlofunar-afmælinu? Kannski of rúðustrikað?

Allavega, nú held ég að vinnufárinu fari alveg að létta af Rannsóknarskipi og þá förum við að skoða tvo svakalega rúmgóða kjallara sem okkur langar í.
Jeij!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var svo heppin einmitt að geta bara logið til um laun og það var ekkert tékkað á því ;)
Mikið þægilegra en allt pappavesenið...
Eins og faðir minn von Sauðlauksdalur fer með á góðum stundum:
Vesenis tesenis tera,
viðrini veit ég mig vera
Akkara stakkara stótinn
Himbrimi hljóðar í fótinn....

Húrra fyrir því

Ásta sagði...

Úr tvöfaldri lofthæð í kjallara? Ja, ég kalla ykkur brött.

Til hamingju með alla áfangana :)

Sigga Lára sagði...

Kjallararnir hér versturfrá eru reyndar oftar en ekki með venjulegri lofthæð og janfnvel rúmlega það. Sá sem við höfum mestan augastað á (en sennilega ekki efni á) er alveg með lofthæð hátt í 3 metra.
Annars skiptir það okkur stubbana nú minnstu máli. ;-)
Enda tvöfalda lofthæðin í núverandi íbúð bara í stofunni. Annars staðar þarf venjulegt fólk að passa skallann

Berglind Rós sagði...

Góða skemmtun! Mér finnst hálfsúrt að hafa misst af þessu, ég fór einhvern veginn aldrei í gegnum þetta ferli að skoða hinar og þessar íbúðir. Svo vildi ég minna þig á að skrifa þunn-glindis-pistilinn, ég er að bíða eftir honum!

Hugrún sagði...

Beverly Hills er mín hugræna atferlismeðferð. Legg til að þú horfir á þáttinn á hverjum degi. Fylgstu sérstaklega með Brjóstastækkun Tori Spelling (sem leikur Donnu) hún fær svaka túttur í næstu þáttaröð sem byrjar bráðum

Nafnlaus sagði...

Til hamningu með ástar og lofunarafmælin. Brúðkaupsafmæli og íbúðarkaup gætu nú farið agalega vel saman ...